Afsláttarkjör og tilboð

Til að staðfesta að þið séuð félagar getið þið vísað á vef samtakanna (flipann Um samtökin og undir honum Félagsmenn) þar sem listinn yfir félagsmenn kemur fram.

Bændablaðið

www.bbl.is

Matvæladálkur

Eimskip/Flytjandi

www.eimskip.is

Afsláttarkjör

Ekran

www.ekran.is

Afsláttarkjör

Escooter

www.escooter.is
Afsláttarkjör

Flugfélagið Ernir

www.ernir.is

Afsláttarkjör

Garri

www.garri.is

Afsláttarkjör

Hallormsstaðaskóli

www.hskolinn.is

Afsláttarkjör

Hýsa.is

hysa.is

Afsláttarkjör

Icelandair Cargo

www.icelandaircargo.is

Afsláttarkjör

Kemi

www.kemi.is

Afsláttarkjör

Matís ohf.

www.matis.is

Afsláttarkjör

N1

www.n1.is

Afsláttarkjör

PMT

www.pmt.is

Afsláttarkjör

Poppins & Parters

Rekstrarvörur

www.rv.is

Afsláttarkjör

Samskip / Landflutningar

www.samskip.is

Afsláttarkjör

Smyril Line

www.smyrilline.is

Afsláttarkjör

Sýni

www.syni.is

Afsláttarkjör

Vilko

www.vilko.is

Afsláttarkjör og þjónusta fyrir smáframleiðendur

Bændablaðið

Með nýjum smáauglýsingaflokki í Bændablaðinu og á bbl.is, sem ber heitið Matvörur, geta framleiðendur af öllum stærðum og gerðum komið upplýsingum á framfæri um vöruframboð og vörumerki á hagkvæman og auðveldan hátt. Ef stemning næst fyrir Matvæladálkinum gæti myndast einhvers konar miðlunartorg fyrir smáframleiðendur og býli um land allt.

 

Þín auglýsing birtist í 32 þúsund eintökum Bændablaðsins sem kemur út á tveggja vikna fresti.
Hægt er að skrá smáauglýsingar í gegnum vef Bændablaðsins, bbl.is.

 

Grunnverð á auglýsingu með mynd og stuttum texta er aðeins 5.800 kr. m. vsk.

 

Bændablaðið bauð félögum í Samtökum smáframleiðenda matvæla ókeypis birtingu í Bændablaðinu þann 7. maí sem allnokkrir nýttu sér.

 

Guðrún Hulda Pálsdóttir, auglýsingastjóri Bændablaðsins gefur nánari upplýsingar í síma 563-0303.

 

Bændablaðið – auglýsingasími 563-0303 – [email protected] – www.bbl.is

Eimskip/Flytjandi

Umsamið verð er samkvæmt gildandi galdskrá Eimskips hverju sinni að frádregnum 30% afslætti. Veittur er 40% afsláttur á leiðunum til Akureyrar, Húsavíkur, Ísafjarðar, Selfoss, Vestmannaeyja, Hafnar í Horfnafirði, Egilsstaða og Reyðarfjarðar.

 

Samninginn er hægt að nálgast hér

 

Pálmar Viggóson – [email protected]

Ekran

Ekran hefur útbúið sérstakan almennan afsláttarflokk sem veitir 10-15% afslátt af vörum eftir flokkum.

 

Félagsmenn eru hvattir til að fara á www.ekran.is og skrá sig þar sem viðskiptavinur. Taka þarf fram að viðkomandi sé félagsmaður í samtökunum og þá verður afsláttarflokkur settur á viðkomandi notanda.

 

Einnig hefur Ekran áhuga á að fylgjast með framþróun félagsmanna, Ekran er ávallt tilbúin að hlusta á hugmyndir og mögulega fjárfesta í verkefnum.

 

Jón Ingi Einarsson – Framkvæmdarstjóri – [email protected]

Escooter

Heildverslun Escooter ehf. Býður félagsmönnum SSFM 20% afslátt af öllum vörum félagsins.

 

Afslátt er hægt að nýta símleiðis eða með heimsókn á skrifstofu félagsins en ekki í gegnum vef.

 

Escooter selur meðal annars rafmagnshlaupahjól, rafhlöður, hjálma og lása.

Flugfélagið Ernir

Flugfélagið Ernir býður félagsmönnum í Samtökum smáframleiðenda matvæla að senda á sérkjörum á sína áfangastaði.

 

Geta aðilar sent kassa sem er 25cm á hæð, 40cm á breidd og 70cm á lengd (viðmiðun er bananakassi) og greiða aðeins 2.000 kr. per kassa óháð þyngd.

 

Gildir út árið 2020.

 

Ásgeir Örn Þorsteinsson – [email protected]

Frávik

Í vinnslu

Garri

Orðsending frá Framkvæmdarstjóra:

 

“Ég f.h. Garra er mjög jákvæður gagnvart slíku samstarfi og því óska ég eftir að félagsmenn hafi samband við mig beint í t.p. eða Gunnar Ingason sölustjóra varðandi slík mál. Það er ómögulegt fyrir okkur að gefa út föst kjör því eðli, starfsemi og staðsetning ykkar félagsmanna er mjög mismunandi skv. heimasíðu félagsins.

 

Ég lofa að skoða þetta af kostgæfni í hverju tilviki fyrir sig og þá með tilliti að báðir aðilar hafi vonandi einhvern ávinning af viðskiptunum, eins og ég sagði þá viljum við gjarnan skoða alla möguleika á viðskiptum við ykkar góða framtak, atvinnusköpun og frumkvöðlastarf.

 

Kveðja,

 

Magnús R. Magnússon”
[email protected]

Hallormsstaðaskóli

Hallormsstaðaskóli býður félagsmönnum með fulla aðild 10% afslátt af námskeiðum / MasterClass.

 

Bryndís Fiona Ford –

Skólameistari –

[email protected]

Hýsa.is

Hýsa.is býður öllum félagsmönnum SSFM upp á deilda hýsingu á eftirfarandi tilboðsverði ef samningur er gerður fyrir a.m.k. 3 mánuði.

Júlíus Guðni – fyrir hönd Extis ehf. – [email protected][email protected]

NafnAlmennt verðTilboðsverð
Startup790 ISK710 ISK
Framför1.690 ISK1.350 ISK
Úrval4.990 ISK4.150 ISK

Verð eru gefin upp með fyrirvara um breytingar. Ef “almennt verð” fyrir ofan er í ósamræmi við verðskrá á hysa.is dregst mismunur hér fyrir ofan af verði á verðskrá á hysa.is. Öll verð eru gefin upp m/ 24% vsk

Icelandair Cargo

Icelandair Cargo býður félagsmönnum 15% afslátt af flutningum í innanlandsflugi.

 

Icelandair Cargo setur upp hagstætt verðtilboð fyrir millilandaflug fyrir félagsmenn SSFM ef greint er frá því.

Kemi

Kemi býður félagsmönnum 15% afslátt af öllum vörum.

 

Haukur Hauksson – [email protected]

Matís ohf.

Samtökin hafa skrifað undir samning við Matís ohf. um afsláttarkjör á efna- og örverumælingum og túlkun og ráðgjöf þeim tengdum.

 

Samningurinn felur í sér að félagsmenn samtakanna njóti tiltekinna afsláttarkjara sem eru nánar tilgreind í meðfylgjandi samningi.

 

Almennt er í gildi trúnaður um samninga sbr. “Almenna skilmála” Matís svo þessi samningur er ekki opinbert gagn, heldur milli Matís og félagsmanna SSFM með fulla aðild.

 

Ef þið hafið spurningar varðandi samninginn þá getið þið haft samband við framkvæmdarstjóra SSFM, eða tengilið Matís, Óla Þór Hilmarsson, [email protected]

 

Samninginn er hægt að nálgast hér

 

Óli Þór Hilmarsson – [email protected]

N1

N1 býður félagsmönnum 15-25% afslátt af ýmsum rekstarvörum

Atli Ingvarsson – Viðskiptastjóri – [email protected]

Flokkur%
Bílaperur12%
Síur í smurþjónustu15%
Rafgeymar15%
Aukahlutir f/bíla10-20%
Bón og hreinsivörur10-20%
Frostlögur15%
Olíuhr/sápur og hreinsir12-15%
Felgur12%
Hjólbarðar fólksbílarfast
Hjólbarðar sendib/vörubfast
Vinna við hjólb og smurþj15%
Dekkjahótel15%
Gas15%
Smurolíur15%
Rekstrarvörur ýmsar10-25%
Rafhlöður20%
Bílaþvottur10%
Vinnufatnaður/skór5-15%
Pappírsvörur10%

PMT

Í vinnslu

Poppins & Parters

Í vinnslu

Rekstrarvörur

Rekstrarvörur bjóða félagsmönnum 12,5% afslátt af öllum vörum, að undanskildum A4 og A7 vörum.
A4 og A7 vörur seljast á nettó verði og eru oft vörur eins og gólfþvottavélar, ryksugur og háþrýstidælur, ásamt kaffistofuvörum (molasykur, kex, súkkulaði og þess háttar).

Til að láta virkja þennan afslátt hjá okkur er afar mikilvægt að hafa samband við Sirrý á [email protected]

Hún þarf að fá eftirfarandi upplýsingar:
Kennitölu
Nafn fyrirtækis
Heimilisfang
Nafn tengiliðar

Ef félagar vilja komast í reikningsviðskipti eða festa inn kredit eða debetkort þá er hægt að gera það hér.

Aðalbjörn Þorgeir Valsson – [email protected]

Samskip / Landflutningar

Félagsmönnum í Samtökum smáframleiðenda matvæla er boðinn eftirfarandi afsláttur frá verðskrá farmflytjanda vegna annarra innanlandsflutninga en tilteknir eru í sérkjörum með áætlunarbílum farmflytjanda á eftirtöldum leiðum:

Allar áætlunarleiðir Samskipa innanlands: 35%

Þjónustugjald, nú kr. 665.- án vsk auk gjalds pr. hverja flutningseiningu umfram þá fyrstu í sendingu, nú kr. 218- kr án vsk bætist við hvert fylgibréf auk olíuálags er reiknast ofan á almenna verðskrá farmflytjanda.

Fyrir dreifingu í dreifbýli á landsbyggð er greitt samkvæmt gjaldskrá Samskipa innanlands.

Óskar Jensson – [email protected]

Smyril Line

Í vinnslu

Sýni

Vilko

Í vinnslu