Matarhandverk

Matarhandverk er hluti af menningararfi þjóða og endurspeglar hefðir og samtíma nýsköpun.
Með vaxandi áhuga á matarmenningu og matarferðaþjónustu hefur eftirspurn aukist eftir staðbundnum matvörum og matarminjagripum, en skilningur á matarhandverki, bæði meðal framleiðanda og neytenda, er hins vegar enn óljós
Matarauður Íslands og Samtök smáframleiðenda matvæla hafa gert með sér samning um að festa matarhandverk og matarhandverkskeppnir í sessi í þeim tilgangi að efla skilning á verðmæti matarhandverks og menningarlegri sérstöðu.

 

Hlutverk SSFM er samkvæmt samningnum:

 

  • Að vinna að skilgreiningu og uppfærðum reglum um íslenskt matarhandverk fyrir íslenska framleiðendur, bæði almennt og fyrir matarhandverkskeppnir
  • Að vinna að gerð vörumerkis fyrir matarhandverk sem er formleg staðfesting á sérstöðu þess og vinna leiðbeiningar um rétta notkun þess
  • Að bæta framkvæmdaferlið í kringum matarhandverkskeppnir hérlendis
  • Að upplýsa neytendur um virði matarhandverks, menningarlegt gildi og aðgreiningu frá öðrum matvörum.

 

https://www.bbl.is/frettir/samstarf-um-islenskt-matarhandverk