Gæðahandbók

Gæðahandbók - skapalón (template)

Ef þið smellið á linkinn hér fyrir ofan hleðst niður svokallað skapalón (e: template) af gæðahandbók sem var unnið af Þórhildi M. Jónsdóttur, verkefnastjóra Vörusmiðju BioPol, í formannstíð hennar hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla.


Skjalið verður uppfært eftir þörfum og verður nýjasta útgáfan alltaf til á vefnum.


Skapalónið er til að auðvelda og veita smáframleiðendum matvæla stuðning við að taka saman það efni sem þarf að vera til staðar í gæðahandbók lítilla og meðalstórra framleiðslufyrirtækja.


Skapalónið er fyrir lítil og meðalstór matvinnslufyrirtæki, þar sem eftirlitið byggist á innra eftirliti og góðum starfsháttum fyrir matvælafyrirtæki.


Hægt er að heimfæra upplýsingarnar, breyta þeim og bæta, til þess að þær falli sem best að hverri vinnslu fyrir sig.


Skapalónið skiptist í þrjá hluta; 1) fyrirtækið, vinnslurýmið og framleiðsla á vöru, 2) fyrirtækið í heild og það húsnæði sem heldur utan um vinnslurýmið, 3) framleiðslu, áhættuþætti, vinnsluferla og eftirlit framleiðslu.


Þeir sem eru að skrifa sína gæðahandbók er bent á að kynna sér það ýtarlega efni sem er á vef Matvælastofnunar (mast.is).


Við óskum ykkur góðs gengis og ef aðstoðar er óskað er hægt að hafa samband á netfangið vorusmidja@biopol.is eða ssfm@ssfm.is. Það sama á við ef þið hafið ábendingar.


Þökkum Matarauði Íslands fyrir stuðninginn við verkefnið.