Beint frá býli
Á aðalfundi Beint frá býli (BFB) þann 24. apríl 2022, var samþykkt að félagið yrði aðildarfélag að Samtökum smáframleiðenda matvæla (SSFM).
Beint frá býli er félag heimavinnsluaðila á lögbýlum á Íslandi. Félagið var stofnað þann 29. febrúar 2008.
Megin tilgangur: Hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum.
Vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hverskonar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum.
Megin markmið: Tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi.
Hvetja til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð.
Aðildarfélög SSFM eru áfram sjálfstæð félög með eigin kennitölu, samþykktir og stjórn.
Framkvæmdastjóri SSFM, Oddný Anna Björnsdóttir, er framkvæmdastjóri beggja félaga á meðan BFB er aðildarfélag að SSFM.
Aðild að BFB veitir, til viðbótar við þau réttindi sem félagsmenn SSFM hafa, rétt til að:
Reglur um merkið
Samþykkt á stjórnarfundi,
3. október 2022
Reglur um merkið
Samþykkt á stjórnarfundi BFB
3. október 2022